Sà einn veit, er víða ratar

miðvikudagur, nóvember 10

Ég er að hugleiða flutning. Flytja mig af blogger því hann er alltaf með skæting og yfir á folk.is. Ég er þegar búin að setja upp síðu sem er samt bara í frumeindunum núna en ég ætla að sjá hvernig gengur. Endilega kíkið og sjáið hvort þetta yrði ekki allt í lagi? :)
posted by Tóta on 14:01

laugardagur, nóvember 6

As we speak er Elva, stóra systir Silju, að fæða frumburð sinn. Kominn nokkuð framyfir tímann litli prinsinn, en það er allt í lagi.
Annars er það að frétta að ég fór í afmæli til Sigrúnar vinkonnu henar Silju í gær á Prikinu. Ég var þar inni í 15 mínútur eða þangað til allir undir 20 voru reknir út klukkan 22:30. Þá fórum við Alli bara að spila með Snefu og ekki gef ég Gettu betur spilinu mörg prik. Ég steinsofnaði síðan og varð þess ekki vör að Thelma kom í heimsókn og alles. Svaf bara á mínu græna...
Í kvöld er ég síðan að fara á Chicago með móðursystur minni og fjölskyldunni hennar og ég vona að það verði skemmtilegt.
Í vikunni kemur svo systir mín í heimsóikn frá Danaveldi. Ég, pabbi, guðjón lillebror og Habba sys ætlum að fara öll út að borða en við höfum ekki hist fjögur saman í 7 ár!!!
Nú ætla ég hinsvegar að skella mér á skóheildsölu hjá mömmu hennar Lovísu og finna mér vetrarskó. :)
posted by Tóta on 13:52

mánudagur, nóvember 1

Hann Arngrímur á afmæli í dag. Loksins tvítugur kallinn. Hann fékk m.a. lúftgítar, Jónu, Sigmund og kúbuvindil :) Tail hamingju með daginn lagsi!
Nú er ég að plana 6. bekkjardjamm, svona Króatía revisited dæmi eitthvað og í kvöld er Faunufundur 6.B. Þar verður rabbað saman um hvernig hver mynd verður í bókinni. Fyrir þá sem ekki hafa rökhugsun er Fauna útskriftarbók MRinga og eru myndirnar teiknaðar í skopmyndastíl. Nú er best að bruna heim til Gubbu og ræða málin.
posted by Tóta on 19:43

sunnudagur, október 24

Helgin er búin að vera mjög góð. Á föstudag fórum við Alli í Kringluna að kaupa stórt púsl. Síðan á Prikið með Agga þar sem einhver skrýtinn gaur á næsta borði fór í svaka vörn og ætlaði að fara að rífast við okkur um hagfræði þar sem hann heyrði okkur nefna orðið hagfræði og hlæja. tók það semsagt þannig að við værum að gera gys að hagfræði... Frekar fyndið sko. Síðan var ferðinni heitið heim til mín þar sem við Alli fórum að púsla. Þetta er svona Wasgij púsl ef einhver kannast við það, #8. Þá sér maður mynd af teiknimyndafólki sem er að horfa á eitthvað og við púslum það sem þau sjá, engin fyrirmynd bara raða púslum saman. Ótrúlega gaman og ég held að við Alli þurfum bara að taka alla röðina, held það séu allavega 12 svona púsl í þessari seríu :) Laugardagurinn fór í verkefnavinnu með Önnu og Elísabet, passa MAtta, vera með skrýtinnn bakverk og sofna snemma. Í morgun vaknaði ég semsagt kl 7!! Alli líka og við fórum bara að horfa á video, vorum bara ekkert þreytt. Mjög góður morgun annars og síðan þurfti að læra meira og svo fórum við núna áðan á Galileo að borða. Ég átti 5000 kr gjafabréf frá MR-bingóinu í fyrra og var tilvalið að nota það núna. Alli pantaði lambafille eða nautalund, man ekki hvort og ég fékk mér kjúklingabringu sem ég fékk líka síðast þegar ég borðaði þarna og var rosalega gott. Alla kjöt var æðislegt á bragðið. En nú var annað uppi á teningnum hjá mér... Kjúklingurinn var annað hvort alltof feitur og því hálfhrár eða of eldaður og að verða að mauki. Þetta fannst þjóninum okkar auðvitað ömurlegt og hann bauð okkur eftirrétt í skaðabót. Við þáðum súkkulaðikökku sem var svakalega góð þangað til að ég var að skoða aðeins og sá svona nokkurskonar kex undir ískúlunni og fékk mér smá svoleiðis með ís... þetta var rosalega góður eftirréttur svo auðvitað þurfti að skemma það fyrir mér og toppa kvöldið! Það var hárkúla í ísnum!!! já ég get svo svarið það að þetta var eins og í bíó, ég þurfti að draga hárið gersamlega út úr mér, í 2 lotum!!! Endaði með því að greyið þjónninn gaf okkur huges afslát svo ég borgaði bara með gjafabréfinu og hitt sem átti að vera á milli var bara gleymt og grafið á staðnum. Ég er þjóninum mjög þakklát svo að dude! ef þú sem ert að ert lesa gaurinn sem var að vinna á efri hæð Galileo sunnudagskvöldið24. október 2004 milli 20:00 og 21:30 þá bara officially takk æðislega fyrir :)
49 leikja taplaus ganga Arsenal var stöðvuð af Manchester united í dag og það er bara gaman. Eiður Smári skoraði fyrstu þrennuna sína í enska boltanum í leiknum í gær og það er líka alveg stórkostlegt. Sá pabba hans útí vinnu í gær og hann var nett sáttur á svipinn.. ekki leiðinlegt að vera umboðsmaður og faðir svona frábærs gaurs!! :)
En já.. vaknaði 7 = þreytt. Þarf að skrifa eitt e-mail og svo fer ég að steinsofa. Góða nótt! :)
posted by Tóta on 23:13

miðvikudagur, október 20

Jájá Silja mín, allt í vinnslu :P
Nú er bara það að frétta að árshátíð Skólafélagsins er búin. Partýið var skemmtilegt, ballið var sæmó pæmó og eftirpartýið grútleiðinlegt því flestir sem voru vakandi hurfu inn í eitthvað herbergi sem restin vissi ekkert um svo ég fór bara snemma eftir að hafa breitt yfir Frikka Stein þar sem hann lá eiginlega dauður í sófa. Að halda árshátíð á sulnasal er hreinlega ööömurlegt dæmi. Allt of lítið pláss og leiðindi og vá, þeir skömmtuðu út!! 10 í einu! Hvurslags fáránlegt er það, og það liðu svona 5 mín á milli þessara 10... frekar fáránlegt með 600+ manna ball!
En já.. Í dag er merkisdagur. Við Allinn minn erum búin að vera saman núna í 8 mánuði. Alltaf gaman að eiga afmæli :) Veit ekki hvað við gerum en bæði þurfum við að læra :( Þessi skóli gerir alla kreisí stundum. Í dag tóku allir þátt í einhverri könnun fyrir barnaverndarnefnd eða eitthvað álíka og við ÁTTUM að sitja inni í a.m.k. 60 mín. Þegar könnunin kom til okkar var þetta ekki hefti til að krossa í, heldur BÓK!! Ójá! Ég var sléttan klukkutíma að þessu og vá, þvílíkar spurningar. En ég er nokkuð viss um að það koma góðar útkomur úr þessu sem hægt er að nota til ýmissa forvarnastarfa. Nú er ég úti í skóla að bíða eftir að Allinn sæki mig þar sem ég finn ekki græna kortið. Finn heldur ekki svarta pennann minn :( Finnst það frekar súrt því það var uppáhaldspenninn minn. Ef einhver vill gefa mér svarta pennan minn aftur sem ég týndi í stofu C-252 þá plís.... takk.

Nú á ég að fara að skrifa kjörbókarritgerð í ensku og þýsku, getur einhver bent mér á góða enska bók sem er við mitt hæfi? :) Ekki of þung, skemmtileg og ekki of stutt.

Jæja.. ég er orðin þreytt á að sitja í þessum bévítans ljótu stólum sem eru hérna í tölvustofunni niðri svo ég ætla að standa upp, fara út og bíða eftir Alla. Hann fer alveg að koma, jess!
Bið að heilsa ykkur í bili, blogga ekki meira í dag þar sem ég er mjööööög busy! (Fyrirlestur um Vatnenda-Rósu, skila ritgerð um Norbert Elias og vera með Allanum)
Bæjó! :)
posted by Tóta on 14:30

miðvikudagur, október 13

Hún á ammæl' í dag, hún á ammæl' í dag, hún á ammæl'ún Snefa, hún á ammæl' í dag!!

School of Rock er bara ágætis ræma skal ég segja ykkur!
Var í vinnunni í dag og mikið svakalega geta sumir verið tregir, en það er þeirra mál... voða lítið eikkva sem gerðist annars í dag. Nema kannski það að ég uppgötvaði að Alli er enn æðislegri en ég hélt... En þið viljið líklega ekkert heyra um það! Söguprófið í dag gekk svona upp og niður, nú er bara að bíða spennt eftir viðskiptafræðiprófinu, síðan er fyrirlesturinn minn á fimmtudaginn...
Hey! Á morgun fer ég í klippingu liggaliggalá! Og amma og afi koma heim frá London... heyrst hefur að amma hafi dottið í það á 70.afmælinu sínu úti... Það hefði ég viljað eiga á teipi enda hélt ég að amma væri forfallin bindindismanneskja! annað kemur í ljós þegar við veiðum uppúr afa...

En já... Ég verð að klára þennan bansetta fyrirlestur um Norbert Elias heitinn. Góðar stundir!

posted by Tóta on 01:50

þriðjudagur, október 12

Jahérna hér! Ekki bjóst ég við þessu! Múrinn brotnaði og commentin streymdu inn :) Bara ánægjuefni fyrir mig og vonandi aðra að ég hef hafið störf á ný. Talandi um nýtt þá hefur Borgþór fært skrif sín á nýja síðu sem vert er a skoða hérna. :)
mér lýst ekkert allt of vel á þetta kennaraverkfall þarna... orðinn sooldið langur tími finnst mér :S En svona er þetta stundum. Sáum 10 ára gutta vinna hjá Fönn að keyra út eikkva með pabba sínum. Fór inn með nótur og hluti og alles, magnað alveg.
Það er vert að segja frá því að í dag átti ég í viðskiptum við einhvern mesta drulludela sem ég hef heyrt sögur fara af... Þannig er mál með vexti að ég fór í Tölvulistann að kaupa nýjan harða disk. Gaurinn sem afgreiddi mig virkaði næs í fyrstu og bað mig að koma og kvitta fyrir nótunni... "Vinaleg undirskrift" sagði gaurinn og horfi á mig með einhverjum perralegasta svip mannkynssögunnar. "já," sagði ég... "ég set oft broskall á kvittunina..." Ákvað að fara að vera upptekin við að skoða fartölvur meðan hann henti þessu í vélina. "Get ég aðstoðað?" og mér heyrðist sjálfur guð vera að tala við mig, bjarga mér úr klóm ógeðisdrengsins. "Nei, hann er að því" muldraði ég en greinilega nokkuð hátt því maurinn leit upp frá tölvunni og á góða afgreiðslumanninn, svona hálfslefandi augnarráði og svona "hnjeeehnjeee" eins og í teiknimyndunum. Þetta var ógeðslegt svo ég ákvað að fara í Nóatún, að drepa tímann. Á leiðinni út þurfti ég að fara framhjá borðinu þar sem gaurinn var að athafna sig... "Hey.. Tóta" sagði hann og gerði svona með vísifingri sona lokka litlu börnin dæmi... "Heldurðu að tölvunni þinni sé sama þó ég taki aðeins til í köplunum hennar...?" Ég alveg.. "jújú örugglega" og rauk út. Kom inn, keypti skrifanlega diska af góða gaurnum til að koma ógeðisímyndinni úr hausnum á mér. Tölvan reddí og ég HEIM!! Nú ætlaði ég að fara að formatta nýja diskinn og fara síðan í ræktina en neeeeiii. Tölvan kveikti ekki á sér.. stoppaði bara í svarta skjánum og talaði um eikkva failure... Sumir hringdu bandsjóðandihoppandibrjálaðvitlausir niður í Tölvulista og fengu samband við viðkomandi hryllilegheit sem sagði að þetta væri allt í gúddí.. þyrfti bara að restarta nokkrum sinnum. á endanum tókst það jú en ekki batnaði það. Fór að ráðum maursins, control panel - administrative tools - computer management og voila! enginn nýr diskur!! Mín fór brjáluð niðreftir á viðgerðarþjónustuna þeirra þar sem Sveinn hinn góði tók á móti mér og athugaði málið. Haldiði að karlskunkurinn hafi ekki sett þetta vitlaust saman, tengt allt vitlaust!!! og það versnar enn! á sama tíma hafði honum tekist að rústa köplunum í SKRIFARANUM líka! sem er bara ekki vitund nálægt. Svenni boy reddaði þessum tengingum, formattaði fyrir mig, gaf mér 990 kallinn sem það á að kosta og ég gat haldið út, glöð og reif.
Klukkan 5 átti ég að sækja mömmu í vinnuna og nennti ekki heim í örfáar mínútur áður en ég átti að fara í það svo ég ákvað að skella mér í IKEA að reyna að finna mér nýja ruslatunnu í herbergið. Ég fór í hraðbankann fyrir utan Rúmfatalagerinn og setti kortið í.. ætlaði bara að athuga stöðuna en ég er ekki í Landsbankanum svo ég þurfti að taka út 500 til að prenta út kvittun. Þetta vita nú flestir. En heilinn minn var einhversstaðar allt annarsstaðar og getiði hvað.. ég fékk kvittun, ég fékk kort... En fékk ég pening? NEI ég gleymdi að ná í hann og einhver skunkurinn sem labbaði framhjá á næstu 1 mín hefur rænt peningnum mínum því ég var ekki fyrr rokin inn í IKEA þegar ég hljóp þaðan út aftur í leit að peningnum. En vá... hann fékk ég auðvitað ekki aftur.
Þessi dagur er búinn að vera rosalegur heilaverkur, satt best að segja veit ég ekki hvenær ég jafna mig á þessu. Aldrei hef ég verið jafn dónaleg í síma og ég var í dag...
En jæja.. þetta var fyrsta alvörufærslan mín í langan tíma. Verið nú öflug á kommentakerfinu, ég bið ykkur :)
posted by Tóta on 01:08

Svona líður Tótu í dag: The current mood of T&#243ta at www.imood.com